35. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 18. desember 2015 kl. 19:52


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 19:52
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 19:52
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 19:52
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 19:52
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 19:52
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 19:52
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 19:52
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 19:52
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 19:52

Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi en tók þátt í afgreiðslu málsins í gegnum síma.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 19:52
Lagt var fram nefndarálit meiri hluta fjárlaganefndar ásamt breytingartillögum. Meiri hluti fjárlaganefndar afgreiddi frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016 til 3. umræðu. Meiri hlutann skipa Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Haraldur Benediktsson, Páll Jóhann Pálsson, Ásmundur Einar Daðason og Valgerður Gunnarsdóttir. Valgerður tók þátt í afgreiðslu málsins í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis og var afstaða hennar staðfest með símtali.
Minni hluti nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu málsins en mun leggja fram sameiginlegt álit og breytingartillögur. Minni hlutann skipa Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir.

2) Önnur mál Kl. 20:05
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 20:06
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 20:06