51. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. apríl 2016 kl. 09:10


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:10
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:20
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:32
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:28
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:10
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:25
Kristján L. Möller (KLM) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:55
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:10
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:10

Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 10:40. Kristján Möller vék af fundi kl. 11:28.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2016 Kl. 10:51
Til fundar við nefndina komu Björn Hauksson og Elín Árnadóttir frá Isavía. Þau lögðu fram ársskýrslu Isavía fyrir rekstrarárið 2015 og kynningu á starfsemi liðins árs. Auk þess fjölluðu þau um þau verkefni og áherslur sem eru framundan í starfsemi fyrirtækisins og svöruðu spurningum frá nefndarmönnum.

2) Herjólfur Kl. 10:20
Frá innanríkisráðuneytinu komu til fundarins Sigurbergur Björnsson og Friðfinnur Skaftason og frá Vegagerðinni Sigurður Áss Grétarsson. Guðlaugur Þór Þórðarson skýrði frá frumvarpi til laga um nýsmíði Herjólfs sem gert er ráð fyrir að lagt verði fyrir fjárlaganefnd á næstunni. Gestirnir fóru yfir ýmsar forsendur nýsmíðinnar og rekstrarforsendur nýs skips. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um málið.

3) Framkvæmd fjárlaga 2016 Kl. 10:52
Frá Rúv komu Magnús Geir Þórðarson, Guðlaugur G. Sverrisson, Margrét Magnúsdóttir og Anna B. Sigurðardóttir. Þau lögðu fram kynningu á starfsemi Rúv á árinu 2015, fóru yfir fjármál fyrirtækisins og kynntu áætlanir og horfur í starfsemi þess. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:45
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 12:50
Fundargerð 50. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:50