52. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
heimsókn til Umhverfisstofnunar mánudaginn 18. apríl 2016 kl. 09:40


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:40
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:40
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:40
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:40
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:40
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:40

Vigdís Hauksdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir voru fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi. Ásmundur Einar Daðason og Brynhildur Pétursdóttir véku af fundi kl. 10:50 til að fara á fund þingflokksformanna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:10.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Heimsókn til Umhverfisstofnunar Kl. 09:40
Fjárlaganefnd heimsótti umhverfisstofnun í höfuðstöðvar stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 24. Þar tóku á móti nefndarmönnum Kristín Linda Árnadóttir forstjóri, Kristín Kalmansdóttir fjármálastjóri, Ólafur Arnar Jónsson sviðsstjóri, Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri og Áki Ármann Jónsson sviðsstjóri. Starfsmenn kynntu starfsemi og hlutverk stofnunarinnar og lögðu fram kynningarefni og ársáætlun fyrir árið 2016. Þá svöruðu þeir spurningum frá nefndarmönnum.

2) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:00
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:00