57. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:18
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:12
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:15

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:00. Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 11:40. Ásmundur Einar Daðason vék af fundi 10:40 og kom til baka kl. 11:15. Hann vék síðan af fundi kl. 11:25.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 374. mál - lokafjárlög 2014 Kl. 09:00
Fundur var settur kl. 9:00 en honum var síðan frestað til kl. 9:18.
Frumvarp til lokafjárlaga 374. mál var afgreitt til 2. umræðu með nefndaráliti sem allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu. Ásmundur Einar Daðason ritar undir nefndarálitið með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Samþykkt var að senda bréf til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem óskað er eftir leiðréttingum fjárheimilda fyrir gerð frumvarps til lokafjárlaga 2015.

2) 741. mál - fjármálastefna 2017--2021 Kl. 09:20
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu til fundarins Nökkvi Bragason, Maríanna Jónasdóttir, Björn Þór Hermannsson, Jóhann R. Björgvinsson, Elín Guðjónsdóttir, Esther Finnbogadóttir og Anna Borgþórsdóttir Olsen. Gestirnir kynntu þingsályktunartillögu um fjármálastefnu fyrir árin 2017-2021, lögðu fram kynningarefni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 740. mál - fjármálaáætlun 2017--2021 Kl. 09:20
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu til fundarins Nökkvi Bragason, Maríanna Jónasdóttir, Björn Þór Hermannsson, Jóhann R. Björgvinsson, Elín Guðjónsdóttir, Esther Finnbogadóttir og Anna Borgþórsdóttir Olsen. Gestirnir kynntu þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021, lögðu fram kynningarefni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:45
Rætt var um dagskrá næstu funda.

5) Fundargerð Kl. 11:50
Fundargerð 56. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:50