67. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 31. maí 2016 kl. 08:45


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:45
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 08:45
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:45
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:45
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 09:00

Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Einar Daðason, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 763. mál - heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju Kl. 08:45
Lagt var fram nefndarálit um frumvarp til laga um heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju. Fundi var síðan frestað til kl. 9:00. Fjárlaganefnd afgreiddi frumvarpið til annarrar umræðu ásamt nefndaráliti með atkvæðum allra viðstaddra en þeir voru Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Haraldur Benediktsson, Páll Jóhann Pálsson og Unnur Brá Konráðsdóttir. Ásmundur Einar Daðason og Oddný G. Harðardóttir rita undir nefndarálitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis og var afstaða þeirra staðfest með símtali.

2) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 66. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:04