70. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. júní 2016 kl. 13:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 13:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 13:12

Oddný G. Harðardóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 740. mál - fjármálaáætlun 2017--2021 Kl. 13:00
Fundur var settur en honum var síðan frestað til kl. 13:40. Þá var tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 afgreidd til 2. umræðu með atkvæðum Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, Valgerðar Gunnarsdóttir, Haraldar Benediktssonar og Páls Jóhanns Pálssonar. Ásmundur Einar Daðason ritar undir nefndarálitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis og var sá vilji hans staðfestur með símtali á fundinum.

2) Önnur mál Kl. 13:55
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 14:00
Fundargerð 69. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:00