80. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. september 2016 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:46
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30

Helgi Hjörvar vék af fundi kl. 10:25. Ásmundur Einar Daðason og Valgerður Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Málefni gömlu viðskiptabankanna, samningar við skilanefndir Kl. 09:30
Fundur var settur kl. 9:30 en honum síðan frestað til kl. 9:40. Formaður kynnti skýrslu um rannsókn á einkavæðingu bankanna hina síðari sem meiri hlutinn hefur unnið að. Skýrslan var ekki lögð fram á fundinum en henni verður dreift til nefndarmanna síðar í dag áður en meiri hluti fjárlaganefndar kynnir efni hennar á fundi með fréttamönnum. Fylgiskjölum skýrslunnar var hins vegar dreift.

2) Kynning á skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey um Landspítalann Kl. 09:45
Haldinn var fjarfundur með fulltrúum McKinsey, þeim Karolina Montgomerie og Klemens Hjartarsyni sem skrifuðu skýrsluna „Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum.“ Fulltrúar fyrirtækisins kynntu efni skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna. Í kjölfar fundarins sendu fulltrúar McKinsey fjárlaganefnd glærukynningu um efni skýrslunnar.

3) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:57
Fundargerð 79. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:58