79. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. september 2016 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:42
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:37
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:30

Ásmundur Einar Daðason, Haraldur Benediktsson og Brynhildur Pétursdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Útboðsmál Vegagerðarinnar Kl. 09:30
Til fundar við nefndina komu Hreinn Haraldsson, Jónas Snæbjörnsson, Daníel Árnason og Ásrún Rúdólfsdóttir frá Vegagerðinni. Þau fjölluðu um útboðsmál Vegagerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá lögðu þau fram minnisblað um verkferla við kaup á vörum, þjónustu og verkum hjá Vegagerðinni. Einnig var lagt fram minnisblað dags. 5. september 2016 yfir fjölda útboða hjá Vegagerðinni, meðalupphæð samninga o.fl.

2) 665. mál - opinber innkaup Kl. 10:05
Fjallað var um þá vinnu sem framundan er við vinnslu frumvarpsins.

3) Önnur mál Kl. 10:16
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:18
Fundargerð 78. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:19