5. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2016 kl. 15:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 15:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 15:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 15:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:41
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 15:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 15:39
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 15:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 15:30

Elsa Lára Arnardóttir vék af fundi kl. 16:07 en í hennar stað kom Eygló Harðardóttir. Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 16:14 til að fara á þingflokksfund og kom til baka kl. 17:07. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 16:41.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 15:34
Til fundarins komu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands og varaforsetar Alþýðusambands Íslands þau Sigurður Bessason frá Eflingu og Ólafía B. Rafnsdóttir frá VR. Lögð var fram umsögn Alþýðusambands Íslands sem gestirnir kynntu og síðan svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.
Kl. 16:41 komu Ásdís Kristjánsdóttir og Óttarr Snædal frá SA til fundarins. Þau lögðu fram og gerðu grein fyrir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 17:25
Farið var yfir þá vinnu sem framundan er.

3) Fundargerð Kl. 17:34
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 17:35