10. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. desember 2017 kl. 20:05


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 20:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 20:05
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 20:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 20:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 20:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 20:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 20:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 20:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 20:05
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 20:05

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 66. mál - fjáraukalög 2017 Kl. 20:06
Lagt fram nefndarálit meiri hluta fjárlaganefndar. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti að afgreiða fjárlagafrumvarpið til þriðju umræðu. Hann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Njáll Trausti Friðbertsson. Minni hlutinn sat hjá við afgreiðslu málsins.

Ólafur Ísleifsson óskaði eftir að nefndin kallaði eftir frekari upplýsingum frá fjármála- og efnahgasráðuneytinu og Ríkisendurskoðun varðandi yfirfærslu eigna frá Lindarhvorli ehf. til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem metnar eru á 19 milljarða króna, m.a. um hvort sjóðurinn telji sig búa yfir fullnægjandi reynslu til að innheimta þessar eignir.

2) 1. mál - fjárlög 2018 Kl. 20:06
Lagt var fram nefndarálit ásamt breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti að afgreiða fjárlagafrumvarpið til þriðju umræðu. Hann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Njáll Trausti Friðbertsson.

Minni hluti nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu málsins.

3) Önnur mál Kl. 20:29
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 20:30
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 20:32