17. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. febrúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:20
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2018 Kl. 09:00
Til fundarins komu Ólafur Darri Andrason og Sturlaugur Tómasson frá velferðarráðuneytinu og gerðu grein fyri fyrir fjárhagsstöðu málefnasviða félagsmálahluta ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Til fundarins komu Stefán Guðmundsson og Björgvin Valdimarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og gerðu grein fyrir helstu þáttum í framkvæmd fjárlaga 2018 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Tilnefning í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra Kl. 10:55
Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

3) Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Kl. 11:00
Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

4) Önnur mál Kl. 11:05
Engin önnur mál.

5) Fundargerð Kl. 11:09
Fundargerðir 15 - 16. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 11:10