22. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. mars 2018 kl. 09:30


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:52
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:30

Páll Magnússon var fjarverandi. Óli Björn Kárason vék af fundi kl.10:54. Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi kl. 11:49.


Bókað:

1) Tilnefning í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra Kl. 09:30
Þórhallur Vilhjálmsson yfirlögfræðingur Alþingis fór yfir sjónarmið er varða málið.

2) Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Kl. 09:30
Þórhallur Vilhjálmsson yfirlögfræðingur Alþingis fór yfir sjónarmið er varða málið.

3) 2. mál - fjármálastefna 2018--2022 Kl. 10:05
Til fundarins komu Jóhann Rúnar Björgvinsson, Álfrún Tryggvadóttir, Björn Þór Hermannsson og Sigurður Páll Ólafsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir og skýrðu nánar skrifleg svör ráðuneytisins við fyrirspurn nefndarinnar um ýmis atriði í fjármálastefnunni.

4) 65. mál - stofnefnahagsreikningar Kl. 11:50
Tillagan var afgreidd til annarrar umræðu. Allir viðstaddir samþykktu afgreiðsluna og standa að nefndarálitinu. Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi áður en til afgreiðslunnar kom. Hringt var í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem er framsögumaður málsins og staðfesti hún með vísan til 4 mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis að hún riti undir nefndarálitið.

5) Önnur mál Kl. 11:53
Fleira var ekki gert.

6) Fundargerð Kl. 11:55
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:00