49. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 28. maí 2018 kl. 09:36


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:36
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:36
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:47
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:36
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:39
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:36
Jón Gunnarsson (JónG) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NF), kl. 09:36
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:36
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:40
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:36

Ólafur Ísleifsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir véku af fundi kl. 10:52 til að fara á fund forsætisnefndar.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2018 Kl. 09:36
Til fundarins komu Þórsteinn Ragnarsson, Guðmundur Rafn Sigurðsson og Sveinn Valdimarsson frá Kirkjugarðasambandi Íslands. Þeir kynntu rekstrarvanda kirkjugarðanna og svörðu spurningum um hann.

2) Fjármögnun samgönguverkefna Kl. 10:20
Til fundarins komu Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Ingveldur Sæmundsdóttir og Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Hreinn Haraldsson og Jónas Snæbjörnsson frá Vegagerðinni. Ráðherra kynnti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fjármagna brýn viðhaldsverkefni í samgöngumálum að fjárhæð 4 milljarðar króna úr almennum varasjóði. Á fundinum var lagt minnisblað yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugað er að ráðast í á þessu ári. Gestirnir kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar í málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna um þær.

3) Önnur mál Kl. 11:23
Í tengslum við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að veita viðbótarfjármagni til viðhalds í samgöngumannvirkja var ákveðið að fjárlaganefnd óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun tæki saman minnisblað um málið þar sem m.a. komi fram mat stofnunarinnar á ráðstöfun varasjóðsins í ljósi laga um opinber fjármál. Þá var rætt um fyrirhugaða afgreiðslu fjármálaáætlunar úr nefndinni.

4) Fundargerð Kl. 11:32
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:33