Heilbrigðis- og trygginganefnd

Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 6. júní 2007, sbr lög nr. 102/2007, heyra málefni heilbrigðis- og trygginganefndar annars vegar undir félags- og tryggingamálanefnd og hins vegar undir heilbrigðisnefnd.

Málaflokkar

Til heilbrigðis- og trygginganefndar var m.a. vísað málum er varða almenn heilbrigðismál, heilsugæslu, heilsuvernd, sjúkrahús, heilsuhæli, hjúkrunar- og dvalarheimili, fatlaða, lyf, lyfsala, málefni heilbrigðisstarfsmanna, landlækni, áfengis- og vímuefnavarnir, bindindisstarfsemi, almannatryggingar, félagslega aðstoð, Tryggingastofnun ríkisins og réttindi sjúklinga. Á málefnasviði nefndarinnar voru t.d. lög um heilbrigðisþjónustu, almannatryggingalög, lög um málefni aldraðra, lög um fæðingarorlof, læknalög, lög um dánarvottorð, lög um áfengis- og vímuvarnaráð, sóttvarnalög, lög um réttindi sjúklinga, lög um félagslega aðstoð, lyfjalög, lög um tóbaksvarnir og lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði.