Heilbrigðisnefnd

Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 11. júní 2011, þar sem fastanefndum þingsins var fækkað úr 12 í 8, sbr. lög nr. 84/2011, heyra málefni heilbrigðisnefndar nú að mestu leyti undir velferðarnefnd.

Málaflokkar

Til heilbrigðisnefndar var m.a. vísað málum er varða almenn heilbrigðismál, heilsugæslu, heilsuvernd, sjúkrahús, heilsuhæli, hjúkrunarheimili, lækna, lyf og lyfsölu, málefni heilbrigðisstarfsmanna, landlækni og lýðheilsu, áfengis- og vímuefnavarnir og réttindi sjúklinga.

Opnir nefndafundir