9. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. nóvember 2011 kl. 11:11


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 11:11
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 11:11
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 11:11
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 11:11
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 11:11
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 11:11
Róbert Marshall (RM), kl. 11:11
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 11:11

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 11:11 - Opið fréttamönnum
Á fundinn komu frá A-nefnd stjórnlagaráðs, Silja Bára Ómarsdóttir formaður, Örn Bárður Jónsson varaformaður og Þorvaldur Gylfason og gerðu grein fyrir vinnu nefndarinnar, tillögum og svöruðu spurningum nefndarnna.

Nefndin gerði hlé á fundi sínum kl. 12:00 - 13:00.

Næst komu frá B-nefnd stjórnlagaráðs Katrín Fjeldsted formaður, Gísli Tryggvason og Þórhildur Þorleifsdóttir og gerðu grein fyrir vinnu nefndarinnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Loks komu frá C-nefnd stjórnlagaráðs Íris Lind Sæmundsdóttir varaformaður og Þorkell Helgason og gerðu grein fyrir vinnu þeirrar nefndar og svöruðu spurningum nefndarinnar.





2) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 12:08 - Opið fréttamönnum
Fjallað er um málið samhliða máli 3, sjá lið 1.



3) Önnur mál. Kl. 12:09
Fleira var ekki gert.

AT varamaður LGeir var fjarverandi vegna annars fundar.


Fundi slitið kl. 12:10