12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. nóvember 2011 kl. 08:32


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 08:32
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 08:32
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:51
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) fyrir ÓN, kl. 08:45
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:32
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:32
Róbert Marshall (RM), kl. 08:32
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:32

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 08:32
Frestað.


2) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 08:33
Á fundinn kom María Thejll frá lagastofnun Háskóla Íslands. Formaður kynnti hugmyndir nefndinnar um að leita til stofnunarinnar varðandi ýmis álitaefni í tengslum við málið. Nefndin fjallaði um málið við gestinn.





3) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 09:20
Fjallað um samhliða 3. máli, sjá lið 2.


4) 57. mál - lagaskrifstofa Alþingis Kl. 09:22
Samþykkt að fela BÁ að vera framsögumaður málsins og samþykkt að senda málið til umsagnar ef framsögumaður telur þörf á því.

5) 40. mál - framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna Kl. 09:25
Samþykkt að fela MT að vera framsögumaður málsins og samþykkt að senda málið til umsagnar ef framsögumaður telur þörf á því.

6) 28. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 09:30
Samþykkt að fela VigH að vera framsögumaður málsins og samþykkt að senda málið til umsagnar ef framsögumaður telur þörf á því.

7) 101. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:33
Samþykkt að fela ÁI að vera framsögumaður málsins og samþykkt að senda málið til umsagnar ef framsögumaður telur þörf á því.


8) 110. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu Kl. 09:35
Formaður kynnti hugmynd um að fela utanríkismálanefnd að fjalla um þetta mál og fjallaði nefndin um það. Málið verður skoðað á milli funda.


9) Önnur mál. Kl. 09:40
GÞÞ vakti athygli á beiðni sem hann sendi nefndinni sem varðar rannsókn á ákvörðunum og verklagi fjármálaráðherra vegna Byrs og SpKef.

Staðfest var að þegar erindi af þessu tagi berast nefndinni þurfa þrír þingmenn að leggja til að það verði tekið á dagskrá.

GÞÞ, BÁ, VigH óskuðu eftir að beiðnin yrði tekin fyrir. MT sammála því. Samþykkt að taka fyrir á fundi.

Fjallað um skýrslur Renda og gesti vegna þeirra á næstu fundi.

Fleira var ekki gert.

AT varamaður LGeir var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 10:02