20. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 15:15


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 15:15
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 15:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:15
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 15:15
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 15:15
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 15:15
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 15:15
Róbert Marshall (RM), kl. 15:15

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 15:15
Á fundinn komu Karl Björnsson, Guðjón Rúnarsson og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og gerðu grein fyrir umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst komu Örn Bergsson, Óðinn Sigþórsson og Sigurður Jónsson frá Landssamtökum landeigenda og Bjarni M. Jonsson, Pétur guðmundsson og Björn Erlendsson frá Samtökum eigenda sjávarjarða. Þeir kynntu sín sjónarmið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst kom Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Guðmundur Helgason og Anna Jóna Ármannsdóttir frá Samtökunum 78. Margrét fór yfir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna. Þá fóru Guðmundur og Anna Jóna yfir afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.


2) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 16:50
Sjá lið 1.


3) 43. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 16:50
Sjá lið 1.


4) 381. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 16:50
Nefndin fjallaði um málið.



5) 206. mál - meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis árið 2010 Kl. 16:55
Frestað að taka fyrir.


6) Skýrslur Ríkisendurskoðunar. Kl. 16:55
Nefndin fjallaði um meðferð skýrslnanna.


7) Ábending um framkvæmd og utanumhald rammasamninga. Kl. 16:58
Formaður kynnti drög að áliti. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni, allir með.


8) Biskupsstofa, sóknir og sjóðir kirkjunnar. Kl. 17:05
Formaður kynnti drög að tilkynningu um að vegna sjálfræðis kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu telji nefndin það ekki í verkahring Alþingis að hlutast til um innri mál kirkjunnar. Nefndin muni því ekki fjalla nánar um efni skýrslunnar sem unnin var að frumvkæði kirkjuráðs og telur það hlutverk kirkjuþings að fylgja henni eftir. Samþykkt af nefndinni, allir með.


9) Kostnaður, skilvirkni og gæði háskólakennslu. Kl. 17:08
Frestað að taka fyrir.


10) Önnur mál. Kl. 17:09
Nefndin samþykkti að þegar gestir eru kallaðir fyrir nefndina vegna máls 3., 6. og 43. mál að hafa það svokallaða gestafundi sbr. 2. mgr. 19. gr. þingskapa þ.e. opna fyrir fréttamönnum.

Fleira var ekki gert.







Fundi slitið kl. 17:10