7. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. október 2012 kl. 12:35


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 12:35
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 12:35
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) fyrir RM, kl. 12:40
Magnús Orri Schram (MSch) fyrir SII, kl. 12:35
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 12:35
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir ÓN, kl. 12:45
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir BÁ, kl. 12:50

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 180. mál - kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna Kl. 12:35
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti með breytingartillögum frá framsögumanni. Nefndin fjallaði um málið og samþykkti að afgreiða málið.

LGeir var fjarstaddur en hafði óskað eftir að vera á álitinu.




2) Önnur mál. Kl. 12:55
Fleira var ekki gert.

LGeir og VigH voru fjarverandi.


Fundi slitið kl. 12:56