21. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 23. nóvember 2012 kl. 13:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 13:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 13:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 13:00
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 13:07
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 13:00

RM og ÓN voru fjarverandi.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 13:00
Formaður lagði fram sýnishorn af umsagnarbeiðni til annarra nefnda með fresti til 10. desember n.k. vegna málsins auk minnisblaðs um skiptingu eftir málaflokkum.

VigH gerði aths. við að senda málið til allra nefnda og BÁ við stuttan umsagnarfrest.

Þá kom á fundinn Páll Þórhallsson og fór yfir minnisblað um Feneyjarnefndina (nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) og svaraði spurningum nefndarmanna.


2) Önnur mál. Kl. 13:31
VigH kynnti þingsályktunartillögu um rannsókn á slita- og skilameðferð bankanna í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og bauð nefndinni að flytja með sér. Málið verður skoðað milli funda.

Fleira var ekki gert.


Fundi slitið kl. 13:31