24. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 15:15


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 15:15
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 15:26
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:15
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 15:42
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 15:15
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 15:15
Róbert Marshall (RM), kl. 15:15
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 15:34

VigH boðaði forföll.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:21
Fundargerð 23. fundar samþykkt.


2) 215. mál - upplýsingalög Kl. 15:15
Á fundinn komu Tryggvi Þórhallsson og Pálmi Þór Másson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og gerðu grein fyrir umsögn um frumvarpið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.



3) Eftirfylgni með þingsályktun um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Kl. 16:05
Nefndin fjallaði um málið.


4) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 16:45
Formaður fór yfir yfirlit yfir sérstök umfjöllunarefni nefndarinnar og drög að gestalista og nefndin fjallaði um meðferð málsins.

Ólöf Nordal og Birgir Ármannsson gerðu eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í SEN mótmæla harðlega málsmeðferð meirihluta nefndarinnar vegna breytinga á stjórnarskrá.

Sú hugmynd að senda til Feneyjarnefndarinnar aðeins hluta úr greinargerð frumvarps til stjórnarskipunarlaga án nokkurra frekari gagna er alveg ófullnægjandi.

Þá er alveg óskiljalegt að þetta frumvarp verði ekki sent formlega til umsagnar eins og venja er með lagafrumvörp heldur láta auglýsingu eftir umsögnum duga. Eina rétta er að leitað verði eftir formlegum umsögnum og að rúmur frestur sé gefin þegar um slíkt grundvallarmál er að ræða.

Það er fráleitt að í auglýsingu eftir umsögnum sé aðeins veittur 14 daga frestur. Ófært er að skila inn viðamiklum umsögnum á svo stuttum tíma.

Sjálfstæðismenn í SEN hafna þessum vinnubrögðum meirihluta nefndarinnar algerlega.


5) Önnur mál. Kl. 17:22
Nefndin fjallaði stuttlega um EES-mál sem utanríkismálanefnd hefur vísað til hennar skv. 2. gr. EES-reglna (Lyf fyrir börn).

Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 17:22