50. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. febrúar 2013 kl. 10:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 10:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 10:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 10:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:05
Róbert Marshall (RM), kl. 10:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 10:10

SII og ÓN voru fjarverandi.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:05
Fundargerðir funda 39. - 46. og 48. - 49. lagðar fram. Fundargerðirnar samþykktar eftir sameiginlegan fund með allsherjar- og menntamálanefnd þ.e. þegar fundi var fram haldið kl. 13:10.


2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:07 - Opið fréttamönnum
Á fundinn komu Ólafur Þ. Harðarson og Ástráður Haraldsson og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við 39. gr. frumvarpsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.


3) Kosningalög. Kl. 11:00
Formaður lagði fram drög að frumvarpi til breytinga á lögum um kosningar til Alþingis vegna stærðar kjörseðla og breytinga á kjördæmum vegna sameiningar sveitarfélaga.

Eftir sameiginlegan fund með allsherjar- og menntamálanefnd var fundi fram haldið og samþykkti nefndin kl. 13:12 að flytja málið.


4) Önnur mál. Kl. 11:03
Formaður kynnti að unnið væri að þýðingu á drögum að áliti Feneyjarnefndarinnar vegna 415. máls, stjórnarskipunarlög og að hún hyggðist taka það fyrir þegar sú þýðing lægi fyrir.

Hlé var gert á fundi frá kl. 11:00 - 13:05 vegna sameiginlegs fundar nefndarinnar með allsherjar- og menntamálanefnd.

Fleira var ekki gert.


Fundi slitið kl. 11:04