54. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. febrúar 2013 kl. 09:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:05
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:05
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 09:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:05

RM og BÁ voru fjarverandi.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:06
Frestað.



2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:06
ÁI, 1. varaformaður lagði fram drög að breytingum og skýringum á 34. gr. frumvarpsins um náttúruauðlindir sem nefndin fjallaði um.

Kl. 10:00 Á fundinn kom Dr. Tom Ginsburg, prófessor í alþjóðalögum við Chicago háskóla og svaraði spurningum nefndarmanna um þær rannsóknir sem hann hefur unnið að og varða rannsóknir á stjórnarskrám.

Kl. 10:30 var haldið áfram umfjöllun um álit Feneyjarnefndarinnar og viðbrögð við ábendingum hennar.


3) Önnur mál. Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 10:50