1. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 13. júní 2013 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:37
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 08:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

JÞÓ sat fundinn fyrir BirgJ en vék af fundi kl. 8:37 þegar BirgJ mætti á fundinn. WÞÞ sat fundinn fyrir LínS.

Nefndarritarar:
Elín Valdís Þorsteinsdóttir
Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Kynning á nefndarstörfum. Kl. 08:30
Nefndarritarar kynntu hlutverk og störf nefndarinnar og dreifðu minnisblaði um efnið til nefndarmanna.

2) 5. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 08:40
Nefndin tók 5. mál til umfjöllunar og ræddi málsmeðferð þess. Samþykkt var að taka á móti gestum vegna málsins á næsta fundi nefndarinnar.

3) Önnur mál stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. þingi Kl. 09:50
Nefndin ræddi störf nefndarinnar á næstunni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50