8. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi.
Birgitta Jónsdóttir vék af fundi kl. 09:37 vegna fundar í utanríkismálanefnd.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerð 6. og 7. fundar voru samþykktar.

2) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 09:00
Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og kynnti frumvarpið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag Kl. 10:35
Birgir Ármannsson, 1. varaformaður, gerði grein fyrir málinu og tillögum að meðferð málsins í nefndinni sem nefndin ræddi. Samþykkt að óska eftir að umboðsmaður Alþingis kæmi á fund vegna málsins.

4) Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:00
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Þórir kynnti skýrsluna.

Nefndin ræddi almennt um málsmeðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar.

5) Staða barnaverndarmála á Íslandi. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:15
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín kynnti skýrsluna.

6) Náttúruminjasafn Íslands. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:27
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Þórir kynnti skýrsluna.

7) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30