12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:14
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Ögmundur Jónasson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Brynjar Níelsson og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:46
Fundargerðir 9. og 10. fundar voru samþykktar.

2) Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um stöðu málsins og samþykkti tillögu Birgis Ármannssonar, framsögumanns málsins og 1. varaformanns um að fá fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis og Seðlabanka Íslands á fund til að upplýsa nefndina um fyrstu viðbrögð við bréfi umboðsmanns.

3) 156. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:15
Á fundinn kom Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneyti og kynnti frumvarpið fyrir nefndinni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð (ESB) nr. 734/2013 er varðar eftirlit með ríkisaðstoð Kl. 09:05
Birgir Ármannsson, 1. varaformaður, kynnti drög að áliti til utanríkismálanefndar. Samþykkt að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti um stöðu málsins í Noregi.

5) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 09:40
Nefndin ræddi málið og samþykkt að óska eftir að fá gesti á næsta fund.

6) Önnur mál Kl. 09:46
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50