22. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. janúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:15
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Árni Páll Árnason var fjarverandi. Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi vegna annars nefndafundar. Höskuldur Þórhallsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Engar athugasemdir hafa borist vegna fundargerða 18. - 21. fundar og eru þær því samþykktar sbr. bókun í fundargerð 21. fundar.

2) Starfið framundan Kl. 09:03
Formaður fór yfir mál sem eru til umfjöllunar í nefndinni og nefndi sparisjóðaskýrsluna, frumvarp um til laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, þingsálytkunartillögu um siðareglur fyrir alþingismenn og væntanlegt frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Þá nefndi formaður þá ætlun nefnarinnar um að fjalla um eftirlit með lögreglu sbr. það sem kemur fram í áliti hennar um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014.

Formaður nefndi einnig önnur erindi svo sem frá Svifflugfélagi Íslands, landeigendum Heiðarfjalls á Langanesi og ítrekað erindi frá Björgólfi Thor Björgólfssyni sem verður sent nefndinni.

Formaður fór einnig yfir tilhögun næstu funda.

3) 115. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 09:48
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:48