26. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. febrúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:06
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:06
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:08
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Helgi Hjörvar boðaði forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) 115. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 09:07
Formaður fór yfir málið og lagði til að það yrði afgreitt frá nefndinni, sem var samþykkt.

Formaður lagði til að nefndarmenn fengju tvo daga til að láta vita af afstöðu sinni til málsins, sem var samþykkt.

3) 19. mál - upplýsingalög Kl. 09:05
Formaður fór yfir málið og lagði til að hann yrði skipaður framsögumaður málsins þar til annar yrði skipaður, sem var samþykkt.

Formaður lagði til að nefndin fengi gesti á fund vegna málsins og að fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis yrðu boðaðir fyrst, sem var samþykkt.

4) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 09:10
Formaður fór yfir meðferð málsins.

Bókun frá Ögmundi Jónassyni formanni.
Í tilefni af umfjöllun um skýrsluna þar sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið koma við sögu, vil ég upplýsa að dóttir mín hefur verið starfsmaður Seðlabankans síðan 2006 og sumarstarfsmaður í bankanum sumrin 2004 og 2005. Hún var um skeið varamaður í stjórn Fjármálaeftirlitsins, eða frá febrúar 2009 til september 2010 þegar hún fór í námsleyfi. Á þessu tímabili var hún í fæðingarorlofi frá desemberbyrjun 2009 til maíloka 2010.

5) Önnur mál Kl. 09:15
Formaður kynnti að Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, kæmi á næsta fund nefndarinnar vegna umfjöllunar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um samninga við sjúkrahótel í Ármúla, og að fundurinn yrði opinn fjölmiðlum eins og nefndin hefði ákveðið.

Formaður kynnti að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra hyggðist efna til samráðsfundar um eftirlit með lögreglu með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og innanríkisráðuneyti.

Nefndin ræddi málsmeðferð annarra mála sem eru til umfjöllunar í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:32