28. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. febrúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:27
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:27

Ögmundur Jónasson og Elsa Lára Arnardóttir boðuðu forföll vegna annarra þingstarfa. Höskuldur Þórhallsson og Willum Þór Þórsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 19. mál - upplýsingalög Kl. 09:05
Á fundinn komu Haraldur Steinþórsson, Viðar Helgason og Elva Björk Sverrisdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins og vinnu sem unnið er að hjá ráðuneytinu ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið.

4) 331. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:50
Samþykkt að Birgitta Jónsdóttir verði framsögumaður málsins og að senda málið út til umsagnar.

5) Önnur mál Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og meðferð málsins í nefndinni. Brynjar Níelsson dreifði drögum að minnisblaði um meðferð málsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:27