35. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:05
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Brynjar Níelsson boðaði forföll. Birgitta Jónsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Árni Páll Árnason og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 33. og 34. fundar voru samþykktar.

2) 156. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:05
Á fundinn komu Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneyti og Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við tillögur um breytingar á málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið.

4) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 09:30
Nefndin ræddi málsmeðferð og gestakomur vegna málsins.

5) Önnur mál Kl. 09:35
Formaður kynnti drög að bréfum til velferðarnefndar Alþingis og Ríkisendurskoðunar vegna umfjöllunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga - annað og þriðja þjónustustig. Samþykkt að senda bréfin.

Formaður kynnti fyrirhugaðan fund fulltrúa nefndarinnar með sendinefnd vegna kosningaeftirlits ÖSE þann 5. apríl nk.

Helgi Hjörvar vakti athygli á því að Bankasýsla ríkisins hefði skilað skýrslu um Borgunarmálið (um sölu Landsbankans á hlut í Borgun) og að kanna þyrfti aðkomu nefndarinnar að málinu þar sem fram hefur komið beiðni í nefndinni um að hún fjalli um málið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40