39. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. apríl 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 37. og 38. fundar voru samþykktar.

2) 653. mál - rannsóknarnefndir Kl. 09:05
Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og kynnti efni frumvarpsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að senda málið til umsagnar með fresti til 6. maí n.k.

3) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 09:45
Framsögumaður málsins, Birgir Ármannsson, fór yfir málið og nefndin fjallaði um það.

4) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10