47. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:40
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Frosti Sigurjónsson (FSigurj) fyrir Höskuld Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:00
Össur Skarphéðinsson (ÖS) fyrir Helga Hjörvar (HHj), kl. 09:00

Willum Þór Þórsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:18
Fundargerðir 44. - 46. fundar voru samþykktar.

2) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:00
Á fundinn komu Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti, Erna Hjaltested og Kjartan Gunnarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Skúli Magnússon héraðsdómari og lektor.

Kristján Andri og Erna fóru yfir málið og Skúli gerði kynnti álitsgerð sína um málið. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

3) 653. mál - rannsóknarnefndir Kl. 10:20
Formaður gerði grein fyrir orðalagsbreytingum í drögum að nefndaráliti. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni, allir með.

4) 658. mál - lögreglulög Kl. 10:25
Formaður kynnti hugmynd innanríkisráðherra að hafa sameiginlegan fund með ráðuneytinu, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og allsherjar- og menntamálanefnd til þess að fjalla um eftirlit með störfum lögreglu og símhlustanir, sbr. 659. mál þingsins, sbr. 5. lið dagskrár.

Frestað að taka umsagnarbeiðni allsherjar- og menntamálanefndar fyrir þar til eftir sameiginlegan fund.

5) 659. mál - meðferð sakamála Kl. 10:25
Sjá bókun við 4. lið dagskrár.

6) Önnur mál Kl. 10:42
Formaður kynnti bréf umboðsmanns Alþingis til nefndarinnar og nefndin fjallaði um málsmeðferð.

Formaður kynnti að fjárlaganefnd hefði boðið nefndinni að sitja fund vegna umfjöllunar um fjármálaáætlun 2017-2021, þ.e. stefnumótun á málefnasviði: Löggjafarvald og eftirlit.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10