1. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. janúar 2017 kl. 10:05


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Ólöfu Nordal (ÓN), kl. 10:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:05
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 10:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 10:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 10:05
Brynjar Níelsson lagði til að hann yrði kosinn formaður nefndarinnar.

Tillagan var samþykkt af meiri hluta; Brynjari Níelssyni, Njáli Trausta Friðbertssyni, Jóni Steindóri Valdimarssyni, Haraldi Benediktssyni og Hildi Sverrisdóttur.

Svandís Svavarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
„Það eru vonbrigði að ekki hafi náðst samkomulag um skiptingu formanns- og varaformannsembætta í nefndum í samræmi við 1. málsgrein 14. gr. þingskapalaga. Þingsköpum var breytt 2011 í takt við skýrslu þingmannanefndar um bætt vinnubrögð í þinginu og aukið sjálfstæði Alþingis. Það er skref afturábak að minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi gegni öllum formanns- og varaformannsembættum í nefndum þingsins vegna þess að samkomulag náðist ekki.“

Birgitta Jónsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Svandís Svavarsdóttir studdu bókunina og sátu hjá við afgreiðsluna.

Jón Steindór Valdimarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
„Það ber að harma að ekki tókst að ná samstöðu um skipan formennsku í fastanefndum Alþingis, ekki síst stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það er okkur þingmönnum til lítils sóma.“

Jón Þór Ólafsson lagði fram eftirfarand bókun sem Birgitta Jónsdóttir studdi:
„Það er andstætt góðum stjórnarháttum sem sérstaklega er nefnd í stjórnarsáttmálanum að formennska í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd sem hafa skal eftirlit sem stjórnvöldum að í henni sé formaður út stjórnarflokkunum.“

2) Kosning 1. og 2. varaformanns Kl. 10:10
Brynjar Níelsson formaður lagði til að Jón Steindór Valdimarsson yrði kjörinn 1. varaformaður og Njáll Trausti Friðbertsson 2. varaformaður nefndarinnar.

Tillagan var samþykkt af meiri hluta; Brynjari Níelssyni, Njáli Trausta Friðbertssyni, Jóni Steindóri Valdimarssyni, Haraldi Benediktssyni og Hildi Sverrisdóttur.

Birgitta Jónsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðsluna.

3) Önnur mál Kl. 10:11
Nefndin ræddi hugmyndir um vinnu nefndarinnar framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15