38. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 1. júní 2017 kl. 10:50


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 10:50
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 10:50
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 10:50
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 10:50
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:50

Birgitta Jónsdóttir, Haraldur Benediktsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Svandís Svavarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Rannsókn kjörbréfs Kl. 10:50
Á fundinum var rannsakað kjörbréf Þorsteins V. Einarssonar, 4. varaþingmanns á lista Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ekki voru gerðar athugasemdir við kjörbréfið og mælir nefndin með samþykkt þess.

2) Önnur mál Kl. 10:52
Jón Þór Ólafsson lagði til að nefndin kannaði ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara við Landsrétt, sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis.

Samþykkt að taka tillöguna fyrir á fundi n.k. fimmtudag 8. júní.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:54