41. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. júní 2017 kl. 09:05


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:14
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:05
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 09:05

Birgitta Jónsdóttir var farverandi vegna þingstarfa erlendis. Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Tillaga formanns um að fundargerðir yrðu sendar nefndarmönnum til samþykktar í tölvupósti var samþykkt.

2) Erindi Öryggisnefndar Félags ísl. atvinnuflugmanna varðandi stjórnsýslu ákvarðana um lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli Kl. 09:08
Njáll Trausti Friðbertsson kynnti drög að skýrslubeiðni til ríkisendurskoðanda sem nefndin ræddi. Samþykkt að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda en hafa samráð við ríkisendurskoðanda varðandi efni beiðninnar og senda á nefndina til athugasemda og endanlegrar samþykktar.

3) Önnur mál Kl. 09:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:30