1. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 147. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. september 2017 kl. 09:05


Mætt:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:05
Eva Pandora Baldursdóttir (EPB) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:20
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:20
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05

Jón Steindór Valdimarsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 42. - 44. fundar 146. löggjafarþings voru samþykktar.

2) Reglur um eftirlit með jarða- eða fasteignakaupum Kl. 09:05
Á fundinn kom Bryndís Helgadóttir frá dómsmálaráðuneytinu og kynnti reglur um eftirlit með jarða- eða fasteignakaupum ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:35
Svandís Svavarsdóttir kynnti að hún og Haraldur Benediktsson sem skipa undirhóp nefndarinnar sem falið var að fjalla um álitaefni í tengslum við lög um opinber fjármál hafi lokið vinnu við gerð minnisblaðs vegna málsins sem nefndin fái sent. Ákveðið að taka fyrir á næsta fundi.

Jón Þór Ólafsson óskaði eftir að nefndin héldi opinn fund með Sigríði Á. Andersen vegna reglna um uppreist æru. Nefndin samþykkti að halda fundinn og formanni falið að kanna mögulega tímasetningu við ráðherra.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05