3. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 13:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 13:00

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.
Jón Steindór Valdimarsson vék af fundi kl. 14:45 vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis. Kl. 13:00
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Björg Thorarensen og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Formaður kynnti tillögur að gestum og ráðgjöf vegna málsins en ákvörðun um það var frestað.

3) Önnur mál Kl. 15:49
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:50