4. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. janúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Una Hildardóttir (UnaH) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 09:20. Birgir Ármannsson mætti í hans stað kl. 10:50.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:54
Fundargerðir 2. og 3. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Álfrún Perla Baldursdóttir, Finnur Þór Birgisson, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá skrifstofu Alþingis. Gestir kynntu meðferð EES-mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (EB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Álfrún Perla Baldursdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Rósa Dögg Flosadóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og þær breytingar sem reglugerðin mun hafa í för með sér og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:55
Tillaga um að formaður móti tillögu að athugun nefndarinnar um ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt, í samráði við fulltrúa allra flokka í nefndinni, var samþykkt og að tillagan yrði kynnt fyrir nefndinni 31. janúar nk.

Nefndin ræddi meðferð gagna og störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20