13. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. febrúar 2018 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) Stjórnsýsla ferðamála. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:35
Á fundinn komu Þórir Óskarsson og Sigríður Kristjánsdóttir frá Ríkisendurskoðun og Sigrún Brynja Einarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þórir Óskarsson kynnti forsögu úttektarinnar sem var skýrsla um Ferðamálastofu, efni eftirfylgniskýrslunnar og efni skýrslunnar um stjórnsýslu ferðamála. Sigrún Brynja Einarsdóttir gerði grein fyrir afstöðu ráðuneytisins og stöðu þessara mála. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

3) Ferðamálastofa. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:35
Sjá lið 2. fjallað um samhliða umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu ferðamála.

4) Önnur mál Kl. 10:50
Formaður kynnti dagskrár næstu funda, fyrirhugaða heimsókn til umboðsmanns Alþingis og að halda opinn fund um skýrslu umboðsmanns vegna ársins 2016 sem var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:56