14. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. mars 2018 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll vegna seinkunar á flugi. Þorsteinn Sæmundsson boðaði forföll vegna veikinda. Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:12.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) Skýrsla um tiltekna þætti í rekstri Isavia ohf. Kl. 09:57
Á fundinn komu Sveinn Arason og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun, Friðfinnur Skaptason frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Guðjón Atlason og Hlín Hólm frá Samgöngustofu og Björn Óli Hauksson og Karl Alvarsson frá Isavia. Jón Loftur Björnsson kynnti skýrsluna og gestir greindu frá afstöðu til skýrslunnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 264. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 10:53
Samþykkt að fresta ákvörðun um framsögumann.

Samþykkt að senda málið til umsagnar.

4) 222. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:53
Samþykkt tillaga um að Jón Þór Ólafsson verði framsögumaður málsins.

Samþykkt að senda málið til umsagnar.

5) 40. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 10:54
Kolbeinn Óttarsson Proppé óskaði eftir að málinu yrði frestað sem var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um meðferð gagna nefndarinnar í tilefni af bréfi umboðsmanns til nefndarinnar sem hún fékk með tölvupósti í lok dags sl. föstudag 2. mars., og ætlun umboðsmanns að birta bréfið eftir fund nefndarinnar á heimasíðu sinni, vegna fréttar um bréfið á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Óskað var eftir að formaður ræddi málið við forseta og að málinu yrði komið til forsætisnefndar sem hefur til umfjöllunar meðferð gagna hjá nefndum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55