24. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. apríl 2018 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:11
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Skýrsla til Alþingis. Kl. 09:30
Á fundinn komu Vilborg Ingólfsdóttir og Ása Þórhildur Þórðardóttir frá velferðarráðuneytinu, Steingrímur Ari Arason og Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands og Sveinn Arason ríkisendurskoðandi, Jakob Rúnarsson og Markús I. Einarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslunnar og málsins auk þess sem þeir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að óska eftir umsögnum frá fjárlaganefnd og velferðarnefnd.

3) Önnur mál Kl. 11:04
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:04