30. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. apríl 2018 kl. 16:04


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 16:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 16:04
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 16:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 16:04
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 16:20
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 16:04

Þórunn Egilsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson boðuðu forföll vegna þingstarfa erlendis.
Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:04
Fresta.

2) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2016 Kl. 16:04
Formaður kynnti drög að áliti vegna skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2016. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni. Allir með á álitinu.

3) 45. mál - samræming verklags um fjarfundi á vegum ráðuneyta Kl. 16:09
Líneik Anna Sævarsdóttir, framsögumaður málsins, fór yfir drög að nefndaráliti. Samþykkt að afgeiða frá nefndinni. Allir með á álitinu.

4) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 16:12
Nefndin fjallaði um málið.

Jón Þór Ólafsson lagði til að nefndin óskaði eftir ítarlegri upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti vegna umfjöllunar um fjármálaáætlun sem var samþykkt.

5) Skýrsla (5) GRECO um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi birt Kl. 16:21
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 16:25
Formaður fór yfir fyrirhugaða fundi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:28