31. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. apríl 2018 kl. 09:45


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 10:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:45
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:45
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:45
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:45
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:45
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:45
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:45
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:45

Líneik Anna Sigurðardóttir vék af fundi kl. 11:36.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Fundargerð 28. fundar var samþykkt.

2) 264. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 09:46
Framsögumaður gerði grein fyrir vinnu við nefndarálit og breytingartillögur.

3) Hjúkrunarfræðingar. Mönnun, menntun og starfsumhverfi Kl. 10:00
Á fundinn komu Þórir Ólafsson, Jakob G. Rúnarsson og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun, Áslaug Einarsdóttir og Áslaug Knútsdóttir frá velferðarráðuneytinu, Alma Möller landlæknir og Anna Björg Aradóttir frá embætti landlæknis og Hellen Gunnarsdóttir og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Elísabet Stefánsdóttir kynnti efni skýrslunnar og aðrir gestir kynntu afstöðu til skýrslunnar. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

4) Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Skýrsla til Alþingis. Kl. 11:03
Á fundinn komu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneyti, Steingrímur Ari Arason forstjóri og Berglind Hallgrímsdóttir og Hákon Stefánsson stjórnarmenn í stjórn Sjúkratrygginga Íslands, Alma Möller landlæknir og Leifur Bárðarson frá embætti landlæknis, María Heimisdóttir og Baldvin Hafsteinsson frá Landspítala, Þórir Ólafsson, Jakob G. Rúnarsson og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Jakob G. Rúnarsson kynnti meginábendingar í skýrslunni.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gerði grein fyrir afstöðu til málsins og yfirstandandi vinnu vegna heilbrigðisáætlunar. Aðrir gestir gerðu einngi grein fyrir afstöðu til málsins. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 09:50
Nefndin ræddi eftirlitshlutverk nefndarinnar með tilliti til málefnasviðsins.

Gert hlé á fundi frá kl. 9:55 til kl. 10:00.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:02