37. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 28. maí 2018 kl. 09:36


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:36
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:36
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:36
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:36
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:36
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:36
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:36

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll vegna seinkunar á flugi og Jón Þór Ólafsson vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:36
Fundargerðir 33. - 36. fundar voru samþykktar.

2) 443. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 09:38
Formaður kynnti drög að nefndaráliti. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni. Allir með á málinu.

Líneik Anna Sævarsdóttir og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi en rita undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) Önnur mál Kl. 09:40
Formaður kynnti tillögu Jóns Þórs Ólafssonar um viðbót við umsögn nefndarinnar um fjármálaáæltun. Samþykkt að nefndin skoði tillöguna.

Formaður lagði til að nefndin fjallaði um framhald máls er varðar ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþings.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:41