40. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. júní 2018 kl. 08:50


Mættir:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 08:50
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 08:50
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:50

Helga Vala Helgadóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Jón Þór Ólafsson, Jón Steindór Valdimarsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þórunn Egilsdóttir voru fjarverandi vegna annarra funda og þingstarfa.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:50
Frestað.

2) Nýsköpun í ríkisrekstri. Umhverfi, hvatar og hindranir. Skýrsla til Alþingis Kl. 08:50
Nefndin fór yfir drög að áliti um tvær skýrslur þ.e. um nýsköpun í ríkisreksti og vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, sbr. lið 3. á dagskrá.

3) Vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur Kl. 08:50
Nefndin fór yfir drög að áliti um tvær skýrslur, þ.e. nýsköpun í ríkisrekstri, sbr. lið 2. á dagskrá og vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur.

4) Sjórnsýsla fornleifanefndar. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:05
Á fundinn komu Eiríkur Þorláksson og Elísabet Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Þórir Óskarsson og Gestur Páll Reynisson frá Ríkisendurskoðun, Kristín Huld Sigurðardóttir og Agnes Stefánsdóttir frá Minjastofnun Íslands, Margrét Hallgrímsdóttir og Ármann Guðmundsson frá Þjóðminjasafni Íslands, Kristín Þórðardóttir og Andrés Pétursson frá Fornminjanefnd. Gestur Páll Reynisson kynnti efni skýrslunnar og gestir gerðu grein fyrir afstöðu sinna stofnana til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:09