4. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. nóvember 2011 kl. 09:00


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:00
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:18
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:00
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt á vef nefndarinnar.

2) 192. mál - fólksflutningar og farmflutningar á landi Kl. 09:05
Lögð var fram tillaga að GLG yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda. Tekin var ákvörðun að umsagnarfrestur yrði 2 vikur.

3) 63. mál - náttúruvernd Kl. 09:10
Lögð var fram tillaga um að RM yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

4) 59. mál - upplýsingaréttur um umhverfismál Kl. 09:13
Lögð var fram tillaga um að ÓÞ yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

5) 127. mál - Fjarðarheiðargöng Kl. 09:17
Lögð var fram tillaga um að GLG yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

6) Frv. til l. um breyt. á l. um breytingar á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósasamningsins, nr. 131/2011. Kl. 09:20
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um breytingar á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósarsamningsins, nr. 131/2011.

7) Reglugerð 181/2011/EB um réttindi farþega í áætlunar- og hópbifreiðum, breyt. á reglugerð nr. 2006/2004/EB. Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Bergþór Magnússon frá Utanríkisráðuneytinu og Birna Hreiðarsdóttir frá Innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir reglugerð 181/2011/EB um réttindi farþega í áætlunar- og hópbifreiðum, breytingu á reglugerð nr. 2006/2004/EB og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Þingleg meðferð EES-mála. Kl. 10:33
Á fund nefndarinnar kom Þröstur Freyr Gylfasson nefndaritari utanríkismálanefndar. Fór hann yfir þinglega meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

9) 19. mál - flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar Kl. 10:45
Málið var tekið af dagskrá þar sem því var vísað til Allsherjar- og menntamálanefndar.

10) 29. mál - höfuðborg Íslands Kl. 10:50
Lögð var fram tillaga um að MÁ yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

11) 65. mál - Þríhnúkagígur Kl. 10:52
Lögð var fram tillaga um að ÁJ yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

12) 66. mál - hafnalög Kl. 10:52
Lögð var fram tillaga um að ÁJ yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

13) 85. mál - hafnir Kl. 10:53
Lögð var fram tillaga um að ÁJ yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

14) 95. mál - undirbúningur að hönnun og stækkun Þorlákshafnar Kl. 10:53
Lögð var fram tillaga um að RM yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

15) 122. mál - innsiglingin í Grindavíkurhöfn Kl. 10:54
Lögð var fram tillaga um að ÁJ yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

16) 87. mál - umferðarlög Kl. 10:54
Lögð var fram tillaga um að BÁ yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

17) 71. mál - vinnuhópur um vöruflutninga Kl. 10:55
Lögð var fram tillaga um að Þback yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

18) Önnur mál. Kl. 10:56
Tekin var ákvörðun um að halda opinn fund mánudaginn 7. nóvember næstkomandi um Vaðlaheiðagöng. Ákveðið var að gestir fundarins yrðu fulltrúar frá FÍB og frá stjórn Vaðlaheiðaganga, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra.
AtlG var fjarverandi.
ÓÞ var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.


Fundi slitið kl. 11:00