8. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. nóvember 2011 kl. 09:04


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:00
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:16
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:06
Róbert Marshall (RM), kl. 09:06
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:04
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 105. mál - skipulagslög Kl. 09:06
Lögð var fram tillaga að MÁ yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

3) 106. mál - stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs Kl. 09:08
Lögð var fram tillaga að RM yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda. Umsagnarfrestur var ákveðinn 2 vikur.

4) 238. mál - þjóðgarður við Breiðafjörð norðanverðan Kl. 09:10
Lögð var fram tillaga að GLG yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda. Umsagnarfrestur var ákveðinn 2 vikur.

5) 225. mál - náttúruvernd Kl. 09:12
Lögð var fram tillaga að GLG yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda. Umsagnarfrestur var ákveðinn 2 vikur.

6) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 09:15
Nefndin hefur lokið umfjöllun sinni um þann kafla fjárlagafrumvarpsins sem er á málefnasviði hennar. Að áliti meiri hluta nefndarinnar stóðu GLG, ÓÞ, ÞBack, RM, MÁ. ÞSA áheyrnarfulltrúi í nefndinni er einni samþykkur áliti þessu.


7) 192. mál - fólksflutningar og farmflutningar á landi Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

8) Háspennulínur í jörð eða loftlínur - skipulagsákvörðun Sveitarfélagsins Voga. Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Þórður Guðmundsson frá Landsnet, Inga Sigrún Atladóttir frá Sveitarfélaginu Vogum og Þórarinn Hjaltasson frá Almennu verkfræðistofunni. Fóru þau yfir kostnað og umstang við lagningu rafstrengja í jörð og loftu. Að því loknu svöruðu þau spurningum nefndarmanna.



9) Háspennulínur. Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Ólafur A. Jónsson frá Umhverfisstofnun og Anna Sigurveig Ragnardóttir. Fóru þau yfir kostnað, umstang og umhverfissjónarmið við lagningu rafstrengja í jörð og loftu. Að því loknu svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

10) Sjálfbærni orkuauðlinda. Kl. 11:30
Á fund nefndarinnar komu Sigmundur Einarsson og Kristján Jónsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Fóru þeir yfir sjálfbærni orkuauðlinda og svöruðu spurningum nefndarmanna.

11) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt.
ÁsmD vék af fundi kl. 10:30.
B.Á vék af fundi kl. 11:00 vegna annars fundar.
AtlG vék af fundi kl. 11:05 vegna annars fundar.
Á.J. var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 12:01