16. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. desember 2011 kl. 13:10


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 13:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 13:10
Þór Saari (ÞSa), kl. 13:16
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 13:10

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 13:10
Frestað.

2) 192. mál - fólksflutningar og farmflutningar á landi Kl. 13:11
Á fund nefndarinnar mættu Stefán Erlendsson og Hreinn Haraldsson frá Vegagerðinni, Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneytinu, Kristján Pálsson og Reynir Sveinsson frá Markaðsstofu Suðurnesja og Ásmundur Friðriksson frá sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 374. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 14:20
Lögð var fram tillaga að GLG yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.
Á fund nefndarinnar komu Íris Bjargmundsdóttir og Hafsteinn Pálsson frá umhverfisráðuneytinu og Sigrún Karlsdóttir frá Veðurstofu Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 345. mál - vitamál Kl. 15:05
Lögð var fram tillaga að GLG yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.
Á fund nefndarinnar kom Friðfinnur Skaftasson frá innanríkisráðuneytinu. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 347. mál - eftirlit með skipum Kl. 15:12
Lögð var fram tillaga að GLG yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.
Á fund nefndarinnar kom Friðfinnur Skaftasson frá innanríkisráðuneytinu. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 364. mál - fjarskiptasjóður Kl. 15:40
Lögð var fram tillaga að GLG yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.
Á fund nefndarinnar komu Vera Sveinbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneytinu og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 362. mál - fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun Kl. 16:00
Lögð var fram tillaga að GLG yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.
Á fund nefndarinnar komu Vera Sveinbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneytinu og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin tók ákvörðun um að senda málið til umsagnar. Umsagnarfrestur var ákveðinn 4 vikur.

8) Önnur mál. Kl. 16:45
Fleira var ekki rætt.
ÁsmD vék af fundi kl. 14:35.
MÁ var fjarverandi.
RM og AtlG voru fjarvernandi vegna persónulegra aðstæðna.
ÁJ var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 16:45