17. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 09:00


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:00
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:00
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 09:13
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:30
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:09
Róbert Marshall (RM), kl. 09:29
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Farið var yfir fundargerðir síðustu þriggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 192. mál - fólksflutningar og farmflutningar á landi Kl. 09:05
Nefndin afgreiddi málið.
Að áliti meiri hlutans stóðu GLG, ÓÞ, ÞBack, MÁ, RM, ÁJ, ÁsmD og AtlG.
BÁ var ekki samþykkur áliti þessu.
ÞSa áheyrnarfulltrúi nefndarinnar var ekki samþykkur áliti þessu.

3) 347. mál - eftirlit með skipum Kl. 10:00
Nefndin afgreiddi málið.
Að áliti meiri hlutans stóðu: GLG, ÓÞ, ÞBack, MÁ, RM og AtlG.
ÁJ, BÁ, ÁsmD voru ekki samþykkir áliti þessu.
ÞSa áheyrnarfulltrúi nefndarinnar var ekki samþykkur áliti þessu.

4) 345. mál - vitamál Kl. 10:09
Nefndin afgreiddi málið.
Að áliti meiri hlutans stóðu: GLG, ÓÞ, ÞBack, MÁ, RM og AtlG.
ÁJ, BÁ, ÁsmD voru ekki samþykkir áliti þessu.
ÞSa áheyrnarfulltrúi nefndarinnar var ekki samþykkur áliti þessu.

5) 374. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 10:17
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) 364. mál - fjarskiptasjóður Kl. 10:33
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

7) 302. mál - Byggðastofnun Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar kom Ingvi Már Pálsson frá iðnaðarráðuneytinu. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarinnar.
Borin var upp sú tillaga að ÓÞ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt einhljóða.
Umsagnarfrestur var ákveðinn 4 vikur.

8) 371. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 11:15
Nefndin tók þá ákvörðun að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 84/2011 um þingsköp Alþingis.

9) Önnur mál. Kl. 11:23
Fleira var ekki rætt.


Fundi slitið kl. 11:25