21. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. desember 2011 kl. 09:06


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:06
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:06
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:06
Einar K. Guðfinnsson (EKG) fyrir BÁ, kl. 09:06
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:40
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:06
Róbert Marshall (RM), kl. 09:12
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:06

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:06
Farið var yfir fundargerðir síðustu funda og þær samþykktar með smávægilegum breytingum til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 362. mál - fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar komu Geir Ragnarsson og Vera Sveinbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneytinu og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Fóru þau yfir 13. gr. frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
GLG, ÓÞ, ÞBack, MÁ, RM og AtlG tóku ákvörðun um að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 81/2003, um fjarskipti, með síðari breytingum.

3) Önnur mál. Kl. 09:44
Fleira var ekki rætt.
ÁJ og ÞSa voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 09:46